Card image cap
NORDIC LIVE EVENTS Í SAMSTARFI VIÐ COCA COLA KYNNA HARLEM GLOBETROTTERS Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters kemur í heimsókn til Íslands í heimsreisu ferð sinni 2023. Liðið mun leika listir sínar í Laugardalshöllinni og verður um sannkallaða fjölskyldu stemningu að ræða. Íslendingar eru Harlem Globetrotters góðkunnugir enda hefur liðið glatt tugþúsundir Íslendinga í fjölmörgum í heimsóknum til landsins frá því þeir komu fyrst í heimsókn árið 1982. Harlem Globetrotters hefur sýnt körfubolta leikni í sinni skemmtilegustu mynd um heim allan í 124 löndum og sex heimsálfum síðan 1926. Ekki missa af íþrótta skemmtun ársins fyrir alla aldurshópa. Eftir sýningarleikinn fá allir gestir tækifæri á að fá eiginhandaráritun frá sínum uppáhalds Globetrotter. Aðeins er selt í sæti og því um takmarkað magn miða að ræða. Magic Passi (C1 – C2): Bestu sætin í húsinu og veitir forgang fyrr inn í höllina. Gefur aðgang að stjörnunum sem þú færð að hitta og taka myndir með. Þú tekur þátt í 30mín upphitum inni á vellinum og lærir boltabrögð. Athugið að það eru takmarkaðir passar í boði. Stúka (D – H): Nýju sætin í húsinu sem eru nær vellinum. Stúka (I – M): þessi gömlu góðu sæti. Bekkir (A – B): ónúmeruð sæti á gólfinu. Hjólastólar: aðgengi er fyrir hjólastóla og með hverjum hjólastól fær ein fylgdarmanneskja að koma með sér að kostnaðarlausu. Húsið opnar 13:00. Sýning hefst 14:00 AUKASÝNING KL. 17:00. Sjá hér: Framleiðsla: Nordic Live Events

More artists